Unnur Eir

 

Ég útskrifaðist úr iðnskólanum árið 2007, tók svo meistaraskólann í beinu framhaldi og útskrifaðist sem gullsmiðameistari árið 2009. 

Ég ólst upp í kringum úr og skartgripi, afi og amma stofnuðu MEBA eða Magnús E. Baldvinsson árið 1947. Mamma og pabbi unnu með þeim og keyptu sig síðar inn í fyrirtækið, Meba opnaði í Kringlunni árið 1987 eða þegar Kringlan var opnuð. Þá var ég 7 ára gömul og þótti ekkert skemmtilegra en að vera með þeim í vinnunni. 

Árið 2006 stundaði ég nám við Central Saint Martins í skartgripahönnun, einn sá skemmtilegasti tími þar sem ég fékk mikla innsýn inn í hönnunarnám. Þetta hönnunarnám hjálpaði mér mikið við gerð á mínum eigin skartgripum.